fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Fréttir

Talaði Trump af sér?

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 11. desember 2024 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, skaust til Frakklands um síðustu helgi til að vera viðstaddur opnun Notre Dam kirkjunnar í París. Hann fundaði með Vilhjálmi, krónprinsi Breta, og virtist fara ágætlega á með þeim.

Eftir fundinn ræddi Trump við fjölmiðla og nefndi svolítið sem breska hirðin talar næstum ekki um. Hafa sumir velt því fyrir sér hvort Trump hafi talað af sér.

The Washington Post segir að ummæli hans hafi vakið mikla athygli í Bretlandi en það sem hann ræddi um er heilsufar Karls konungs en hann greindist með krabbamein fyrr á árinu. Það sama á við um tengdadóttur hans, Katrínu prinsessu.

Hirðin hefur ekki skýrt nánar frá veikindum þeirra en Trump tjáði sig hins vegar um það sem fram kom í samtali hans við Vilhjálm um veikindi föður hans og eiginkonu.

„Ég átti frábært samtal við prinsinn. Ég spurði hann um heilsu eiginkonu hans og hann sagði að hún hefði það gott. Ég spurði hann um föður hans en hann berst af miklum krafti og hann elskar föður sinn og hann elskar konuna sína, svo þetta var sorglegt,“ sagði Trump í samtali við New York Post.

Vilhjálmur kom örlítið inn á veikindin í viðtali sem hann veitti fyrir um mánuði. Þá sagðist hann vera mjög stoltur af föður sínum og eiginkonu, því þau hafi tekist á við veikindi sín. Hann sagði jafnframt að út frá persónulegu sjónarhorni væri þetta búið að vera mjög erfitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Haaland snýr aftur
Fréttir
Í gær

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti
Fréttir
Í gær

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér