Cardenas átti að vera fjórði dómari leiksins en mætti ekki. Mexíkósku dómarasamtökin hófu rannsókn sem hefur nú leitt til þess að hann hefur verið látinn fara.
„Til að tryggja gagnsæi og samræmi í verkferlum okkar hafa samtökin, eftir rannsókn, ákveðið að víkja Cardenas frá störfum vegna vanefnda á samningum,“ segir meðal annars í tilkynningu dómarasamtakanna, en upphaflega höfðu þau sagt fjarveru Cardenas stafa af heilsufarsástæðum.
Fyrrum dómarinn Francisco nokkur Chacon hefur hins vegar stigið fram og heldur hann því fram Cardenas hafi verið fjarverandi vegna atvika sem áttu sér stað nóttina fyrir leik.
„Kemur í ljós að Herra Cardenas réði fylgdardömu nóttina fyrir leik. Hann tók hana á hótelið sem hann dvaldi á en þar var honum byrlað og ráðist var á hann. Þess vegna náði hann ekki leiknum,“ segir Chacon.
Mexíkóska blaðið Record segir rannsókn standa yfir á meintri árás á Cardenas nóttina fyrir leik.