Atli Sigurjónsson hefur æft með Víkingum. Frá þessu sagði Gunnar Birgisson í hlaðvarpinu Dr. Football í dag.
Atli er samningslaus en hann hafnaði nýjum samningi hjá KR og er að skoða málin sín.
Þessi öflugi miðju og kantmaður hefur verið orðaður við bæði Þór og Fram síðustu vikur en ekkert virðist klárt.
Samkvæmt heimildum 433.is er mjög ólíklegt að Atli haldi heim á Akureyri og spili fyrir Þór.
Atli verður 34 ára gamall á næsta ári en hann hefur verið lengi í KR en er á förum og mun að öllum líkindum semja við nýtt félag á næstu vikum.