Markaðsteymi Puma upplifði hræðilegan sunnudag þegar Marc Cucurella bakvörður Chelsea ákvað að henda skóm frá þeim í ruslið.
Puma var að setja nýja línu af skóm í umferð en Cucurella fær borgað frá Puma fyrir að spila í skóm fyrirtækisins.
Cucurella hafði í leik gegn Tottenham gert tvö mistök í fyrri hálfleik og kenndi skónum um að hann hefði runnið.
Cucurella skipti um skó en eftir góðan sigur ákvað Cucurella að henda skónum í ruslið og taka mynd af því.
Cucurella setti myndina á alla samfélagsmiðla en hefur nú eytt henni sem er líklega beiðni frá Puma.
Skórnir eru ansi dýrir og eiga að vera mjög öflugir en markaðsteymi Puma óttast að skórnir muni seljast illa eftir þetta dæmi hjá Cucurella.