Cole Palmer leikmaður Chelsea hefur verið hreint magnaður síðustu átján mánuði og óhætt að tala um hann sem einn besta leikmann í heimi.
Samkvæmt Fichajes á Spáni hefur Real Madrid áhuga á að fá Palmer.
Palmer er 22 ára gamall enskur landsliðsmaður sem var áður í herbúðum Manchester City en fékk ekki mörg tækifæri þar.
Palmer er sóknarsinnaður leikmaður sem getur spilað flestar stöður fremst á vellinum.
Ljóst er að Real Madrid þyrfti að rífa fram sögulega upphæð til að fá Palmer en ólíklegt er að Chelsea hafi nokkurn áhuga á að selja hann.