Ange Postecoglou stjóri Tottenham verður ekki rekinn úr starfi hjá Tottenham en félagið styður áfram við hann.
Postecoglou hefur stýrt Tottenham til sigurs í einum leik af síðustu sjö.
Eini sigurinn var ótrúlegur 0-4 sigur á Manchester City á útivelli en síðan þá hefur allt farið í skrúfuna.
Daniel Levy stjórnarformaður Tottenham styður hins vegar við stjórann sinn Postecoglou.
Postecoglou er á sínu öðru tímabili með Tottenham en hann hafði gert ótrúlega hluti með Celtic áður en hann mætti.