fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Fókus

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 9. desember 2024 10:52

Annie Mist Þórisdóttir. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

CrossFit-stjarnan Annie Mist Þórisdóttir er stolt og sterk. Hún er þreytt á því að heyra athugasemdir annarra um líkama hennar, en Annie Mist er með aðskilda kviðvöðva eftir meðgöngu, ástandið er betur þekkt sem diastasis recti. Hún hefur áður tjáð sig um málið en ræddi það á ný í færslu á Instagram um helgina.

„Óvildarmenn munu spyrja hvort ég sé ólétt eða sé á frammistöðubætandi lyfjum eða kalla þetta HGH maga (human growth hormone gut),“ segir Annie Mist.

„Þetta kallast erfiðsvinna og líkami sem hefur búið til tvö börn og er með aðskilda kviðvöðva sem hafa ekki alveg jafnað sig. Ég er frekar stolt af þessum líkama og sérstaklega þakklát fyrir það sem hann getur gert.“

Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki færsluna hér að neðan.

Sjá einnig: Annie Mist er komin með nóg – „Þessi spurning er ÓVIÐEIGANDI“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Nýjasta ofurpar Hollywood virðist staðfesta orðróminn um ástarsambandið

Nýjasta ofurpar Hollywood virðist staðfesta orðróminn um ástarsambandið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sextug ofurfyrirsætan sýnir stolt líkamann án filters – „Þetta er ég“

Sextug ofurfyrirsætan sýnir stolt líkamann án filters – „Þetta er ég“
Fókus
Fyrir 1 viku

Öll helstu skotin í einum umtalaðasta South Park- þætti fyrr og síðar

Öll helstu skotin í einum umtalaðasta South Park- þætti fyrr og síðar
Fókus
Fyrir 1 viku

Frægur sjónvarpskokkur í Þrastarlundi – „Hann er svo mikil fyrirmynd og mikill innblástur“

Frægur sjónvarpskokkur í Þrastarlundi – „Hann er svo mikil fyrirmynd og mikill innblástur“