Vincent Kompany, stjóri Bayern Munchen, útilokar ekki að Harry Kane muni snúa aftur í liðið fyrir árslok.
Kane er meiddur þessa stundina og er ekki leikfær en hann haltraði af velli gegn Dortmund um síðustu helgi.
Kane er einn allra mikilvægasti leikmaður Bayern en talið var að hann myndi ekki spila meira á árinu vegna vöðvameiðsla.
Kompany er þó vongóður um að Kane nái allavega einum leik áður en þýsk félög fara í vetarfrí.
,,Ég vil ekki setja pressu á læknateymið,“ sagði Kompany er hann var spurður út í stöðuna í dag.
,,Miðað við hvernig hlutirnir eru að ganga fyrir sig núna þá er möguleiki á að hann spili einn eða tvo leiki á þessu ári. Allt þarf hins vegar að ganga upp.“