fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Fréttir

Assad talinn af – Uppreisnarmenn ná Damaskus

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 8. desember 2024 10:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Uppreisnarmenn náðu völdum í höfuðborginni Damaskus í Sýrlandi í morgun. Fregnir herma að Bashar al-Assad forseti hafi flúið borgina og virðist því sem rúmlega hálfrar aldar valdatíð Assad-feðga í landinu sé lokið. Hafez al-Assad, stýrði landinu með harðri hendi frá 1971 til dauðadags árið 2000, tók sonur hans Bashar, þá við stjórnartaumunum.

Bashar al-Assad f

Reuters greinir frá því, og hefur eftir tveimur sýrlenskum heimildarmönnum, að mjög miklar líkur séu á því að Assad hafi farist í flugslysi. Flugvél tók á loft frá flugvellinum í Damaskus um það leyti sem uppreisnarmenn tóku borgina á sitt vald. Samkvæmt upplýsingum frá Flightradar vefsíðunni tók vélin óvænta u-beygju og hvarf af kortinu.

Ríkissjónvarpið í Sýrlandi birti í dag frétt um sigur uppreisnaraflanna á glæpastjórn Bashar al-Assad. Mohammed Ghazi Jalali, for­sæt­is­ráðherra Sýr­lands, hefur lýst því yfir að hann sé reiðubú­inn til sam­vinnu. 

Uppreisnarmenn hafa náð stærstu borgum landsins á sitt vald, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd BBC.

Borgarastyrjöld hefur geisað í landinu frá árinu 2011 og hefur rúmlega hálf milljón Sýrlendinga látið lífið. Upp­reisn­ar­menn­ hófu stór­sókn þann 27. Nóvember og Al­eppo og Homs á sitt vald. Mark­mið þeirra var að koma Assad frá völd­um og svo virðist sem það markmið hafi náðst í dag.

BBC grein­ir frá því að upp­reisn­ar­menn hafi opnað Sa­dnaya fang­elsið, sem er stórt herfang­elsi í útjaðri Dam­askus þar sem sýr­lensk stjórn­völd hafa vistað þúsund­ir manna, þar á meðal póli­tíska fanga. Í Sadnaya hafa and­stæðing­ar Assad verið pyntaðir og tekn­ir af lífi.

Geir O. Pedersen, erindreki Sameinuðu þjóðanna gagnvart Sýrlandi, segir landið standa á tímamótum.

Geir O. Pedersen
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Minnst fimm látnir eftir hryðjuverkárás í Jerúsalem í morgun – Árásarmennirnir felldir

Minnst fimm látnir eftir hryðjuverkárás í Jerúsalem í morgun – Árásarmennirnir felldir
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Stopp við Húrra í 2 mínútur kallaði á 10 þúsund króna glaðning í heimabanka

Stopp við Húrra í 2 mínútur kallaði á 10 þúsund króna glaðning í heimabanka
Fréttir
Í gær

Deilt á nígerísku brúðina sem gifti sig á Íslandi – „Hann er eiginmaður þinn, yfirmaður þinn. Það þýðir ekkert að hringja í pabba lengur“

Deilt á nígerísku brúðina sem gifti sig á Íslandi – „Hann er eiginmaður þinn, yfirmaður þinn. Það þýðir ekkert að hringja í pabba lengur“
Fréttir
Í gær

Telja að „Járnfrúin“ hafi verið á einhverfurófi – Klaufaleg í samskiptum og tók orðatiltæki bókstaflega

Telja að „Járnfrúin“ hafi verið á einhverfurófi – Klaufaleg í samskiptum og tók orðatiltæki bókstaflega