fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fréttir

Örvæntingarfull leit að lottóvinningshafa – Milljarðar renna honum úr greipum á laugardag

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 5. desember 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Örvæntingarfull leit stendur nú yfir í Kaliforníu að lottóvinningshafa. Viðkomandi hefur aðeins örfáa daga til að gefa sig fram og koma með vinningsmiðann úr útdrætti Mega Millions-lottósins sem fram fór þann 8. desember í fyrra.

Miðinn var seldur á á bensínstöð í Encino og var annar af tveimur vinningsmiðum þennan daginn. Potturinn var býsna stór og getur miðaeigandinn vænst þess að fá í sinn hlut 197,5 milljónir dollara, rúma 27 milljarða króna.

Enn sem komið er hefur miðanum ekki verið skilað inn og reglum samkvæmt hefur viðkomandi eitt ár frá útdrætti til að gefa sig fram. Ef fer sem horfir munu milljarðarnir 27 renna vinningshafanum úr greipum á laugardag. Vinningstölurnar voru 21, 26, 53, 66 og 70 auk ofurtölunnar sem var 13. Hinn miðaeigandinn er löngu búinn að gefa sig fram.

Í frétt KTLA kemur fram að vinningurinn renni í almenningsskólakerfið í Kaliforníu ef peningarnir verða ekki leystir út af sigurvegaranum fyrir helgina.

Þetta er ekki eini stóri lottóvinningurinn sem rennur brátt úr gildi því vinningshafi í Ohio, sem vann 138 milljónir dollara, rúma 19 milljarða króna, þann 30. desember í fyrra hefur ekki enn komið fram. Sá miði var keyptur í Walmart í Huber Heights skammt frá borginni Dayton.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi