fbpx
Laugardagur 25.október 2025
433Sport

Vildi komast að leyndarmálum Guardiola og ákvað að fara

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 3. desember 2024 18:11

Xabi Alonso hefur gert magnaða hluti með Bayer Leverkusen í vetur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Xabi Alonso, þjálfari Bayer Leverkusen, hefur útskýrt af hverju hann ákvað að kveðja spænska stórliðið Real Madrid árið 2014.

Alonso samdi þá við Bayern Munchen í Þýskalandi en eina ástæðan fyrir því er þjálfarinn geðþekki, Pep Guardiola sem er í dag hjá Manchester City.

Guardiola hefur síðan þá verið einn besti ef ekki besti þjálfari heims og lærði Alonso mikið undir hans stjórn í Þýskalandi.

,,Ég var svo forvitinn að komast að leyndarmálum Guardiola,“ sagði Alonso sem hefur náð stórkostlegum árangri með Leverkusen.

,,Hann er með endalausan náttúrulegan metnað. Tímabilin eru löng en Pep leit aldrei út fyrir að vera þreyttur, aldrei!“

,,Hann var alltaf á tánum og alltaf tilbúinn. Það gaf okkur kannski meira á lokametrunum, þegar það skipti mestu máli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bruno ræðir rosalega tilboðið frá Sádí Arabíu opinskátt – Ræddi við konu sína sem spurði að þessu

Bruno ræðir rosalega tilboðið frá Sádí Arabíu opinskátt – Ræddi við konu sína sem spurði að þessu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fréttamenn RÚV furða sig á fjaðrafokinu í vikunni – „Sorglegt og lélegt, þetta á ekkert að gerast“

Fréttamenn RÚV furða sig á fjaðrafokinu í vikunni – „Sorglegt og lélegt, þetta á ekkert að gerast“
433Sport
Í gær

Gary Neville hjólar í eiganda Nottingham – Mikið hatur þeirra á milli

Gary Neville hjólar í eiganda Nottingham – Mikið hatur þeirra á milli
433Sport
Í gær

Vestri ekki skorað eða fengið stig með Sigurð á flautunni í sumar – KR sótt átta stig í sumar með hann sem dómara

Vestri ekki skorað eða fengið stig með Sigurð á flautunni í sumar – KR sótt átta stig í sumar með hann sem dómara
433Sport
Í gær

Ráðskona og öryggisvörður handtekin – Lögreglan setti upp gildru og náði þeim þannig

Ráðskona og öryggisvörður handtekin – Lögreglan setti upp gildru og náði þeim þannig
433Sport
Í gær

Gjaldþrot og fall blasir við sögufrægu félagi

Gjaldþrot og fall blasir við sögufrægu félagi