fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
433Sport

Staðfest að landsliðið spilar heimaleik sinn á Spáni í mars

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 29. nóvember 2024 11:56

Mynd/KSÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sem kunnugt er mætir A landslið karla Kósovó í umspili um sæti í B deild Þjóðadeildar UEFA í mars 2025. KSÍ getur nú staðfest að „heimaleikur“ Íslands verður leikinn á Estadio Enrique Roca í Murcia á Spáni þann 23. mars næstkomandi. Fyrri leikurinn fer fram á Fadil Vokrri leikvanginum í Pristina, höfuðborg Kósovó þann 20. mars og leikurinn í Murcia þremur dögum síðar.

Leikvangurinn í Murcia, sem tekur ríflega 30 þúsund áhorfendur, var opnaður árið 2006 með vináttulandsleik milli Spánar og Argentínu. Um er að ræða heimavöll Real Murcia CF sem leikur í þriðju efstu deild Spánar um þessar mundir, en þar fara einnig af og til fram landsleikir, og nefna má að A landslið karla lék einmitt vináttuleik á þessum leikvangi í mars 2022 þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Finnland. Estadio Enrique Roca de Murcia er staðsettur í bænum Churra, sem liggur rétt norðan við Murcia, og er leikvangurinn í u.þ.b. 7 kílómetra fjarlægð frá miðbæ Murcia.

KSÍ vinnur nú að því að undirbúa miðasölu á leikinn og verða upplýsingar birtar á miðlum KSÍ um leið og þau mál skýrast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Veltu fyrir sér næstu skrefum Halldórs – „Ég held að það sé augljós kostur“

Veltu fyrir sér næstu skrefum Halldórs – „Ég held að það sé augljós kostur“
433Sport
Í gær

Fyrrum enskur landsliðsmaður æfir hjá Frank Lampard – Vona að hann skrifi undir

Fyrrum enskur landsliðsmaður æfir hjá Frank Lampard – Vona að hann skrifi undir
433Sport
Í gær

Fréttamenn RÚV furða sig á fjaðrafokinu í vikunni – „Sorglegt og lélegt, þetta á ekkert að gerast“

Fréttamenn RÚV furða sig á fjaðrafokinu í vikunni – „Sorglegt og lélegt, þetta á ekkert að gerast“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fann að margt hafði breyst á níu árum – Eiður Smári sannfærði hann en var farinn skömmu síðar

Fann að margt hafði breyst á níu árum – Eiður Smári sannfærði hann en var farinn skömmu síðar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þetta hafa veðbankar að segja um fallbaráttuna – Bjartsýni fyrir hönd KR en Mosfellingar þurfa kraftaverk

Þetta hafa veðbankar að segja um fallbaráttuna – Bjartsýni fyrir hönd KR en Mosfellingar þurfa kraftaverk