fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
Fréttir

Rússar gáfu Norður-Kóreu „sérstaka“ gjöf

Ritstjórn DV
Föstudaginn 29. nóvember 2024 21:00

Kim Jong-Un og Pútín heilsast í heimsókn þess fyrrnefnda til Rússlands í september 2023.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því í mars hafa Rússar sent eina milljón olíutunna til Norður-Kóreu þrátt fyrir að það sé algjörlega óheimilt vegna þeirra refsiaðgerða sem Sameinuðu þjóðirnar hafa sett á einræðisríkið.

BBC segir að með greiningu á gervihnattarmyndum frá Open Source Centre sjáist að þetta mikla magn olíu hafi verið sent til Norður-Kóreu. En ekki nóg með það, því Rússar hafa einnig sent loftvarnaflaugar til einræðisríkisins en það er einnig óheimilt vegna refsiaðgerðanna.

David Lammy, utanríkisráðherra Bretlands, segir það ekkert leyndarmál að Rússar hafi látið Norður-Kóreu fá olíu í skiptum fyrir vopn og þá hermenn sem Norður-Kórea hefur sent til að berjast með Rússum gegn Úkraínumönnum.

Talið er að minnsta kosti 10.000 norðurkóreskir hermenn séu komnir til Rússlands og berjist nú með Rússum í Kúrsk-héraðinu. Fréttir hafa borist af því að koma norðurkóresku hermannanna hafi ekki verið vandræðalaus vegna mikillar notkunar þeirra á klámi og flóttatilrauna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Halla óvenju hvöss í þingsetningarræðunni

Halla óvenju hvöss í þingsetningarræðunni
Fréttir
Í gær

Flugstjóri telur skjöl varpa nýju ljósi á eitt mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar – „Ótrúleg tilviljun“

Flugstjóri telur skjöl varpa nýju ljósi á eitt mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar – „Ótrúleg tilviljun“
Fréttir
Í gær

Hótelverðið fjórfaldaðist á fjórum árum – „Þetta svakalega verðlag er erfitt fyrir Íslendinga líka“

Hótelverðið fjórfaldaðist á fjórum árum – „Þetta svakalega verðlag er erfitt fyrir Íslendinga líka“
Fréttir
Í gær

Ríkissaksóknari ógildir ákvörðun lögreglunnar – Bjó við stanslausar hótanir og varð fyrir árás grímuklædds manns

Ríkissaksóknari ógildir ákvörðun lögreglunnar – Bjó við stanslausar hótanir og varð fyrir árás grímuklædds manns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Situr uppi með 59 þúsund króna rukkanir vegna tveggja gjaldskyldra bílastæða – „Hvaða sturlun er komin í gang í þessum bílastæðamálum??“

Situr uppi með 59 þúsund króna rukkanir vegna tveggja gjaldskyldra bílastæða – „Hvaða sturlun er komin í gang í þessum bílastæðamálum??“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ég komst að þeirri niðurstöðu eftir nokkurra ára rannsóknir að ákveðinn einstaklingur væri banamaður Geirfinns“

„Ég komst að þeirri niðurstöðu eftir nokkurra ára rannsóknir að ákveðinn einstaklingur væri banamaður Geirfinns“