fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
433Sport

De Bruyne byrjaði að líða mjög illa – ,,Gat ekki sparkað í bolta“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 26. nóvember 2024 20:27

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kevin de Bruyne hefur tjáð sig um eigin líðan en hann er einn allra mikilvægasti leikmaður Manchester City.

Belginn hefur lengi verið einn besti leikmaður heims í sinni stöðu en hefur glímt við leiðinleg meiðsli á tímabilinu.

Hlutirnir voru mjög slæmir á tímapunkti þar sem De Bruyne segir að hann hafi ekki haft getuna í að sparka í fótbolta.

De Bruyne sneri aftur á völlinn í byrjun nóvember en hefur aðeins spilað 38 mínútur síðan þá.

,,Þegar ég sneri aftur þá leið mér vel fyrstu fimm leikina en eftir leikinn gegn Brentford þá var líðan mun verri en ég hefði viljað,“ sagði De Bruyne.

,,Það er ekki mikið sem ég get sagt en ég gat ekki sparkað í bolta. Ég gat gert ýmsa hluti en ég gat ekki hreyft mig á þann hátt sem ég þurfti.“

,,Í landsleikjahlénu byrjaði mér að líða betur en þetta hefur verið mjög pirrandi tímabil.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Vardy gæti tekið mjög áhugavert skref

Vardy gæti tekið mjög áhugavert skref
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Nýtur þess ekki að horfa á fótbolta í dag – ,,Svo leiðinlegt“

Nýtur þess ekki að horfa á fótbolta í dag – ,,Svo leiðinlegt“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Cunha um treyjunúmerið: ,,Hugsa fyrst um Wayne Rooney“

Cunha um treyjunúmerið: ,,Hugsa fyrst um Wayne Rooney“
433Sport
Í gær

Steini Halldórs um eigin framtíð: ,,Ég myndi að sjálfsögðu alltaf hafa mig áfram“

Steini Halldórs um eigin framtíð: ,,Ég myndi að sjálfsögðu alltaf hafa mig áfram“
433Sport
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Þetta var hörmung frá A til Ö“

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Þetta var hörmung frá A til Ö“