fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Felldu 500 norðurkóreska hermenn í fyrstu árásinni með bresku flugskeyti

Ritstjórn DV
Mánudaginn 25. nóvember 2024 07:00

Hér sjást að sögn norðurkóreskir hermenn að taka við rússneskum búnaði. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínumenn notuðu breskt Storm Shadow flugskeyti í fyrsta sinn í síðustu viku til árásar á rússneskt landsvæði. Miðað við fréttir af árásinni þá er ljóst að Úkraínumenn telja hana hafa heppnast vel því rússneskur hershöfðingi, 18 lægra settir herforingjar og um 500 norðurkóreskir hermenn eru sagðir hafa fallið í henni. Auk þess særðust 18 rússneskir herforingjar.

Bretar og Bandaríkjamenn veittu Úkraínumönnum nýlega heimild til að nota flugskeyti, sem ríkin hafa gefið Úkraínumönnum, til árása á rússneskt landsvæði.

Í umfjöllun Mirror um málið kemur fram að Úkraínumenn hafi nýtt sér heimildina til að nota breskt Storm Shadow flugskeyti, til árása á rússnesku landsvæði, í fyrsta sinn á miðvikudag í síðustu viku.

Flugskeytinu var skotið á stjórnstöð rússneska hersins í Maryino í Kúrsk. Valery Solodchuk, hershöfðingi, féll í henni að því að talið er auk 18 lægra settra herforingja. Global Defense Corp segir að 500 norðurkóreskir hermenn hafi einnig fallið í árásinni.

Árásin reyndist Rússum því mjög dýrkeypt og gæti skýrt af hverju þeir skutu ofurhljóðfráu flugskeyti á borgina Dnipro daginn eftir.

Talið er að um 10.000 norðurkóreskir hermenn hafi verið sendir til Rússlands til að berjast við hlið rússneskra hermanna og því er ljóst að ef rétt er að 500 af þeim hafa fallið í þessari árás, þá er það þungt högg fyrir Rússa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast