fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
Fréttir

„Háir stýrivextir eru nefnilega bara mjög fín kjarabót fyrir þau sem eiga peninga“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 20. nóvember 2024 14:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikill ójöfnuður ríkir í íslensku samfélagi að mati Margrétar Tryggvadóttur, rithöfundar, sem birtist ekki bara í því hvað landsmenn þéna. Helsti munurinn sé á milli þeirra sem eiga og þeirra sem skulda.

Margrét vekur athygli á ójöfnuðinum í færslu á Facebook þar sem hún minnir á að þó svo háir stýrivextir bitni á þeim sem skulda, þá komi þeir sér vel fyrir þá sem eiga.

„Aðgerðir Seðlabankans og vaxtaokur síðustu missera hafa bitnað mest á þeim sem ekkert eiga og skulda. Háir stýrivextir eru nefnilega bara mjög fín kjarabót fyrir þau sem eiga peninga. Og, merkilegt nokk, þá er það einmitt sama fólkið og eyðir meira en það nauðsynlega þarf og Ásgeir óttast nú að hætti bara að safna peningum.

Hin, sem ekki eiga og þurfa að búa á djöfullegum leigumarkaði eða skulda fasteignalán sem eru eins og happadrætti andskotans – þau eyða líka – bara ekki í ónauðsynlega hluti því hjá þeim eru einfaldlega ekki til peningar. Þau eyða í leigu og himinháa vexti húsnæðislána og síhækkandi matarkörfu og þá er allt búið í buddunni“

Margrét bendir á að þar sem ójöfnuður á Íslandi birtist helst með ofangreindum hætti þá geti þeir sem séu í hagsmunagæslu fyrir þá sem eiga stöðugt tönglast á því hvað tekjumunur sé lítill á Íslandi. En það segi bara ekki alla söguna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skatturinn skellti í lás á Kastrup

Skatturinn skellti í lás á Kastrup
Fréttir
Í gær

Sigurður Almar grunaður um að frelsissvipta ferðamann – Lögmaður hans telur að beita eigi öðru úrræði en gæsluvarðhaldi

Sigurður Almar grunaður um að frelsissvipta ferðamann – Lögmaður hans telur að beita eigi öðru úrræði en gæsluvarðhaldi
Fréttir
Í gær

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðni talar um aumingjaskap sem kostar landsmenn milljarða

Guðni talar um aumingjaskap sem kostar landsmenn milljarða