Oleksandr Zinchenko bakvörður Arsenal segir frá einu bragði sem Mikel Arteta beitir þegar hann vil aðeins blekkja aðra stjóra.
Arteta er þekktur fyrir það að beita öllum brögðum til þess að reyna að hafa yfirhöndina.
„Ég hef séð Arteta segja meiddum leikmönnum að mæta í rútuna og labba inn í klefa með snyrtitöskuna sína,“ segir Oleksandr Volodymyrovych Zinchenko í viðtali við Athletic.
„Það verður til þess að stjórinn hjá hinu liðinu fer að hugsa, Arteta elskar að spila þessa leiki við andstæðingana.“
Arteta spilar ekki bara leiki við andstæðinga sína en hann hefur farið hinar ýmsu leiðir til þess að hafa áhrif á leikmenn sína og kveikja í þeim í gegnum tíðina.
🔴⚪️ Zinchenko reveals on his book ‘Believe’ via The Athletic: “I’ve seen Mikel Arteta tell injured players to come on the team bus and walk into the dressing room with their wash bag, to put the other manager off the scent”.
“Arteta loves to play games with the opposition!”. pic.twitter.com/ipW26dc98y
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 19, 2024