Það er ekkert til í því að Paul Pogba sé að fara að æfa á æfingasvæði Manchester United samkvæmt blaðamanninum virta Fabrizio Romano.
Pogba er þessa stundina án félags en hann hefur rift samningi sínum við ítalska stórliðið Juventus.
Frakkinn má ekki spila leik fyrr en í mars á næsta ári eftir steranotkun og er framhaldið óljóst.
Greint var frá því um helgina að Pogba ætlaði sér að æfa hjá sínu fyrrum félagi United og halda sér í standi fyrir næsta ár.
Romano segir að það sé ekkert til í þeim sögusögnum og að Pogba sé í engu sambandi við enska stórliðið.