fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
433Sport

Telur að Arsenal þori ekki að semja við samningslausu stjörnuna – ,,Flestar af þeim stóðust ekki væntingar“

Victor Pálsson
Laugardaginn 16. nóvember 2024 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emmanuel Petit, fyrrum leikmaður Arsenal, telur að félagið þori einfaldlega ekki að semja við Paul Pogba á næsta ári.

Pogba er að leita sér að nýju félagi en hann hefur yfirgefið lið Juventus þar sem samningnum var rift.

Pogba er 31 árs gamall miðjumaður en hann hefur undanfarið ár verið í banni frá fótbolta vegna steranotkunar.

Frakkinn þekkir til Englands eftir dvöl hjá Manchester United og er orðaður við endurkomu en Petit telur að Arsenal verði ekki hans áfangastaður.

,,Það er mjög mikilvægt að hann velji rétt félag og að það félag sé að semja við leikmann með mikinn metnað. Þetta er stór ákvörðun fyrir Paul,“ sagði Petit.

,,Hann verður 32 ára gamall í mars svo hver er áhættan? Hann fær ekki mikið borgað vegna þess sem hefur skeð undanfarin tvö eða þrjú tímabil.“

,,Hann mun fá ágætis samning og mun væntanlega fá launahækkun ef hann nær að spila ákveðið marga leiki.“

,,Ég er ekki viss um að stórt lið eins og Arsenal þori að taka leikmann eins og Pogba. Þið þurfið að muna eftir sumum stórstjörnum sem sömdu við Arsenal og flestar af þeim stóðust ekki væntingar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Guðjohnsen bræður sameinuðust í Laugardalnum í gær

Guðjohnsen bræður sameinuðust í Laugardalnum í gær
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Konurnar í United ósáttar – Borguðu eigið flug til að komast fyrr heim

Konurnar í United ósáttar – Borguðu eigið flug til að komast fyrr heim
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Geir stakk niður penna eftir fréttirnar um Birki í gær – „Það eitt og sér er glæsilegur vitnisburður“

Geir stakk niður penna eftir fréttirnar um Birki í gær – „Það eitt og sér er glæsilegur vitnisburður“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þrír fyrrum stjórar United reknir á örfáum dögum

Þrír fyrrum stjórar United reknir á örfáum dögum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Vandræði Dele Alli halda áfram – Samningi á Ítalíu rift

Vandræði Dele Alli halda áfram – Samningi á Ítalíu rift
433Sport
Í gær

Liverpool staðfestir númerið sem Isak verður með á bakinu

Liverpool staðfestir númerið sem Isak verður með á bakinu