fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Segir hann vera fullkominn leikmann fyrir Arsenal – ,,Skil ekki af hverju hann er þar“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 14. nóvember 2024 19:58

Gallas í leik með Arsenal.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal á að setja allt púður í það að fá inn framherja næsta sumar og er fyrrum leikmaður liðsins William Gallas með nafnið.

Það er Victor Osimhen sem spilar í dag með Galatasaray en hann er í láni hjá félaginu frá Napoli á Ítalíu.

Flestir eru sammála um það að Arsenal þurfi á alvöru níu að halda í framlínuna en Kai Havertz hefur leyst þá stöðu margoft á tímabilinu.

Gallas óttast að það sé ekki hægt að fá inn heimsklassa framherja í janúar en segir Arsenal að fylgjast vel með gangi mála hjá Nígeríumanninum sem hefur byrjað mjög vel í Tyrklandi.

,,Ef ég gæti samið við einn leikmann í janúar þá væri það framherji í heimsklassa en þeir eru yfirleitt ekki fáanlegir í þeim glugga,“ sagði Gallas.

,,Það er enginn framherji í þeim gæðaflokki fáanlegur í janúar. Ég vildi tala um Osimhen því hann er hjá Galatasaray og ég skil ekki af hverju hann er þar.“

,,Þetta er leikmaðurinn sem Arsenal þarf, þeir þurfa leikmann í þessum gæðaflokki. Victor mun kannski ekki skora 20 mörk á hverju tímabili en hann mun gefa öðrum tækifæri á að skora ásamt því að hræða varnarmenn andstæðingsins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segir að allir leikmenn elski Salah

Segir að allir leikmenn elski Salah
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vilja safna fyrir launum Jesus og fá hann í janúar

Vilja safna fyrir launum Jesus og fá hann í janúar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fjórir nefndir sem hugsanlegir arftakar eftir uppþot Maresca – Einn mætir Breiðabliki á fimmtudag

Fjórir nefndir sem hugsanlegir arftakar eftir uppþot Maresca – Einn mætir Breiðabliki á fimmtudag
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gefur í skyn að hann hafi íhugað sjálfsvíg í svakalegu viðtali – „Ég var á 25. hæð á hótelinu og horfði út um gluggann“

Gefur í skyn að hann hafi íhugað sjálfsvíg í svakalegu viðtali – „Ég var á 25. hæð á hótelinu og horfði út um gluggann“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Amorim tjáir sig um gagnrýni goðsagna United

Amorim tjáir sig um gagnrýni goðsagna United
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fyrrum leikmaður úrvalsdeildarliðs sakfelldur fyrir hrottalegar nauðganir – Það sem dómari sagði við hann í réttarsal vekur athygli

Fyrrum leikmaður úrvalsdeildarliðs sakfelldur fyrir hrottalegar nauðganir – Það sem dómari sagði við hann í réttarsal vekur athygli
433Sport
Í gær

Vilja kaupa miðjumann Everton í janúar

Vilja kaupa miðjumann Everton í janúar
433Sport
Í gær

Í sárum eftir að hafa tekið hippakrakk síðustu helgi – Segir þetta vera mögulega ástæðu

Í sárum eftir að hafa tekið hippakrakk síðustu helgi – Segir þetta vera mögulega ástæðu