fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
433Sport

Borgarbarnið Gunnar lýsir hryllingi úr ferð með Herjólfi um helgina – „Fannst ég aldrei vita hvort hann kæmi í hnakkann á mér eða upp með síðunni“

433
Þriðjudaginn 12. nóvember 2024 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sparkspekingurinn, Gunnar Birgisson lýsti raunum sínum úr Herjólfi um helgina en hann og vinur hans Tómas Steindórsson skelltu sér til Vestmannaeyja. Voru þeir veislustjórar á herrakvöldi á laugardagskvöld.

Vont var í sjóinn á laugardag og því var farið í Þorlákshöfn, eitthvað sem borgarbörnin Gunnar og Tómas áttu í vandræðum með að höndla.

„Hann fór til Landeyjar á föstudeginum, þar fór kvennalið Gróttu sem átti leik á laugardeginum. Þær voru séðar þar,“ sagði Gunnar um ferð sína til Eyja í hlaðvarpinu Steve dagskrá.

„Ölduspáin var alltaf þannig, það var aldrei að fara að gerast neitt annað. Sá bikaróði (Grétar Þór Eyþórsson) hefur samband við mig í byrjun vikunnar, það var alltaf að fara að vera Þorlákshöfn. Þeir láta vita að það sé búið að bóka koju, það er ekkert vesen. Ég verð að vera öryggi að komast heim á sunnudeginum, ég var í útsendingu þá. Þeir létu vita að það væri spáð lensi á heimleiðinni.“

Gunnar segir að vitlaust veður hafi verið alla leiðina og lýsir ferð sinni svona. „Ferðin út í Eyjar, þetta byrjaði á því að ég sé ekki stiku fyrir framan mig þegar ég kom í Þorlákshöfn. Það slær svo á bílinn, ég er bara að beygja á móti vindinum. Ég hef ekki lent í þessu í háa herrans tíð, Tómas kemur á sínum bíl og leggur í Þorlákshöfn en ég set minn bíl um borð. Við fáum lykla af klefanum, þetta var ekki fyrir hvern sem er. Skipstjórinn talar og lætur vita að það verði töluverður veltingur, þar stoppaði ég að hlusta. Þegar Eyjamaður segir að það sé töluverður veltingur, þá byrjaði ég að svitna á bakinu.“

Gunnar reyndi að nota öll helstu trixin til að gera ferðina bærilega fyrir borgarbörn. „Hann tekur strandlengjuna í tíu hnútum, fer hægt en sér margt. Þetta var þannig, í höfninni þá bara byrjar þetta. Ég skal vera hreinskilin, ég verð yfirleitt ekki sjóveikur. Ég er með fína reynslu af sjó, afi átti trillu og ég var duglegur að fara með honum út. Ég hef upplifað ýmislegt, í Herjólfi þá verð ég sjóveikur. Með þannig krafti, ég talaði við Eddu Sif Pálsdóttur. Hún kemur með tips og trix, það var tekin plástur fyrir aftan eyrað og sjóveikistafla.“

Gunnar var með allar græjur en honum leist ekki á blikuna framan af. „Við komum í kojuna, ég tek með mér svefnpoka og kodda. Mér var hrósað fyrir þetta, svo leggst ég og ég opna ekki augun allan tímann. Slátturinn í bátnum var af þeim toga, ég hélt að hann færi á hliðina. Þetta var rosalegt, veltingurinn var á alla vegu fannst mér. Mér fannst ég aldrei vita hvort hann kæmi í hnakkann á mér eða upp með síðunni.“

„Heimferðin var ekkert mál.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ekki valinn í lið ársins hjá goðsögninni þrátt fyrir 26 mörk í deild

Ekki valinn í lið ársins hjá goðsögninni þrátt fyrir 26 mörk í deild
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sonur Ronaldo skoraði sitt fyrsta mark og fagnaði að hætti föður síns

Sonur Ronaldo skoraði sitt fyrsta mark og fagnaði að hætti föður síns
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Máni segir íslensku þjóðina geta verið kokhrausta – „Ég held við höfum tækifæri“

Máni segir íslensku þjóðina geta verið kokhrausta – „Ég held við höfum tækifæri“
433Sport
Í gær

Framlengja samning markaskorarans til 2026

Framlengja samning markaskorarans til 2026
433Sport
Í gær

Svipbrigði moldríka mannsins vekja mikla athygli: Hefur tapað mörgum milljörðum á stuttum tíma – Sjáðu myndirnar

Svipbrigði moldríka mannsins vekja mikla athygli: Hefur tapað mörgum milljörðum á stuttum tíma – Sjáðu myndirnar
433Sport
Í gær

Ekki tapað á útivelli tvö tímabil í röð

Ekki tapað á útivelli tvö tímabil í röð