fbpx
Mánudagur 08.september 2025
433Sport

Varar ungar stelpur við laununum sem eru í boði: Þurfa að finna sér aðra vinnu – ,,Örugglega 99,9 prósent“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 10. nóvember 2024 12:30

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnukonur hafa heldur betur fengið góð ráð frá Lucy Bronze sem hefur náð frábærum árangri á sínum ferli í íþróttinni.

Bronze er 33 ára gömul í dag en hún er á mála hjá Chelsea eftir að hafa spilað með liðum eins og Liverpool, Manchester City og Barcelona.

Bronze varar ungar konur við þeim peningum sem eru í boði í kvennaboltanum og að um 99 prósent kvenna þurfi að vinna eftir að ferlinum lýkur.

Það sama má alls ekki segja um karlkyns knattspyrnumenn sem fá í raun ótrúleg laun hjá sínum félögum í dag.

Bronze hefur sjálf þénað vel á sínum ferli en hún er 33 ára gömul í dag og á enn nokkur góð ár eftir.

,,Örugglega 99,9 prósent kvenna… Þær þurfa allar að hugsa um lífið eftir fótboltann,“ sagði Bronze.

,,Ég lifi engu rugluðu lífi eða keyri um á klikkuðum bílum og á engin rándýr hús. Ég gæti hætt í fótbolta og treyst á þær fjárfestingar sem ég hef gert.“

,,Ég hef verið sniðug þegar kemur að mínum peningum. Ég borgaði upp námslánin á mínum ferli sem knattspyrnumaður. Ég er örugglega í þessari einu prósentu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Fréttamaður RÚV varð fyrir barðinu á bellibrögðum Garðbæinga – „Við skildum ekkert í þessu“

Fréttamaður RÚV varð fyrir barðinu á bellibrögðum Garðbæinga – „Við skildum ekkert í þessu“
433Sport
Í gær

Fnykur af Mosfellsbæ og ekki víst að hann fari

Fnykur af Mosfellsbæ og ekki víst að hann fari
433Sport
Fyrir 2 dögum

„Við getum ekki beðið um mikið meira en þetta“

„Við getum ekki beðið um mikið meira en þetta“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hver er staðan á Alberti?

Hver er staðan á Alberti?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir frábært kvöld – Tveir fá níu

Einkunnir leikmanna Íslands eftir frábært kvöld – Tveir fá níu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Mögnuð frammistaða á Laugardalsvelli – Flugeldasýning í síðari hálfleik þar sem Albert meiddist

Mögnuð frammistaða á Laugardalsvelli – Flugeldasýning í síðari hálfleik þar sem Albert meiddist
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrsta byrjunarlið Arnars í undankeppni HM klárt – Elías í markinu og Mikael Egill byrjar

Fyrsta byrjunarlið Arnars í undankeppni HM klárt – Elías í markinu og Mikael Egill byrjar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Landsliðið mætir Sameinuðu arabísku furstadæmunum á morgun

Landsliðið mætir Sameinuðu arabísku furstadæmunum á morgun