fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Spændi upp lóð Síldarvinnslunnar í nótt – Fær nokkra klukkutíma til að gefa sig fram

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 8. nóvember 2024 12:30

Aðkoman var ekki falleg. Mynd/Hafþór Eiríksson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óprúttinn aðili keyrði inn á gróin svæði á lóð Síldarvinnslunnar í Neskaupstað í nótt og spændi upp grasið. Einnig á íþróttasvæði bæjarins en þar voru skemmdirnar ekki jafn miklar. Verksmiðjustjóri segist hafa fengið ábendingar um hver gæti hafa verið að verki eftir skoðun myndavéla. Biður hann viðkomandi að gefa sig fram ellegar verði hringt á lögregluna innan nokkurra klukkustunda.

Austurfrétt greindi fyrst frá málinu.

Starfsfólki Síldarvinnslunnar brá í brún þegar það mætti og sá ófögnuðinn sem unninn hafði verið á lóðinni. Gróið grasið tætt upp og í staðinn var drullusvað.

Hafþór Eiríksson, verksmiðjustjóri, segir að unnið hafi verið að því að gera svæðið snyrtilegt. Þess vegna svíði þetta enn þá meira.

Bíllinn keyrði einnig inn á svæði íþróttavallarins en þar var eyðileggingin ekki nærri því jafn mikil og segja forsvarsmenn vallarins að ekki verði aðhafst meira í málinu að þeirra hálfu. Í eftirlitsmyndavélakerfi sást bíllinn keyra inn á völlinn. Hafa fram komið ábendingar um hver gæti hafa verið að verki.

Í samtali við DV segir Hafþór að ekki sé enn þá búið að hringja á lögregluna og kæra málið. En það verði gert gefi viðkomandi sig ekki fram. „Við gefum þessu nokkra klukkutíma,“ segir Hafþór.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin