fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Fréttir

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu

Eyjan
Laugardaginn 2. nóvember 2024 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reynsluboltinn Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er sá þingmaður sem að talaði minnst úr ræðupúlti Alþingis á kjörtímabilinu sem senn rennur sitt skeið. DV tók saman ræðutíma og ræðu fjölda Alþingismanna síðastliðin fjögur ár og það leiðir í ljós að Ásmundur hefur talað sjónarmun minna en Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, en Lilja var yngsti þingmaðurinn á þessu kjörtímabili.

Ásmundur Friðriksson talaði minnst á þingi

Alls hefur Ásmundur haldið  137 ræður á þinginu síðastliðin fjögur ár og alls talað í 359.29 mínútur, sem gera rétt tæplega 6 klukkustundir. Lilja Rannveig hefur á sama tíma tjáð sig í 136 skipti en örlítið lengur en Ásmundur, alls 360,35 mínútur.

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir

Til samanburðar hélt ræðukóngur Alþingis, sem greint verður frá á morgun, 1793 ræður á Alþingi og talaði í alls 5046.45 mínútur.

Tómas talaði minnst þingmanna í stjórnarandstöðu

Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins var í þriðja sæti yfir þá þingmenn sem töluðu minnst á kjörtímabilinu. Alls hélt Tómas 150 ræður og talaði í samtals 400.86 mínútur en hann er eini fulltrúi minnihlutans á topp fimm listanum. Færri ræður hélt  Berglind Ósk Guðmundsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, alls 143 en hún talaði lengur en Tómas eða í alls 417.85 mínútur og endar því fjórða sæti.

Fimmta sætið skipar svo Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, en hún talaði í samtals 182 skipti og alls í 482 mínútur.

Áslaug talaði minnst ráðherra

Sá ráðherra sem talaði minnst var Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sem tjáði sig í 212 skipti á kjörtímabilinu og alls í 532.79 mínútur. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, tjáði sig næst minnst eða í 241 skipti og í 593,98 mínútur alls. Í þriðja sæti var svo Lilja Alfreðsdóttir,  ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra, sem tjáði sig í 298 skipti og alls í 758.46 mínútur.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir talaði minnsta allra ráðherra í ræðupúlti Alþingis á kjörtímabilinu

Til samanburðar stóð öflugasti ráðherrann í ræðupúlti Alþingis í 2.172.87 mínútur og tjáði sig í alls 809 skipti.

Rétt er þó að taka fram, eins og þingmenn benda gjarnan á, að meginþorri vinnunnar á Alþingi fer fram í nefndum þingsins, fjarri sjónum almennings. Mæting í ræðupúlt Alþingis og að standa fyrir máli sínu segir því aðeins örlítinn hluta sögunnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir að stýra hjólabát á Jökulsárlóni bólufreðinn

Ákærður fyrir að stýra hjólabát á Jökulsárlóni bólufreðinn
Fréttir
Í gær

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona verður veðrið í dag: Búist við asahláku og glerhálku á hrekkjavökunni

Svona verður veðrið í dag: Búist við asahláku og glerhálku á hrekkjavökunni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði