fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Fréttir

Segja að Ísrael hafi niðurlægt Íran

Ritstjórn DV
Mánudaginn 28. október 2024 07:00

Ísraelskar herkonur við störf. Mynd:Ísraelski herinn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísraelsmenn gerðu loftárásir á hernaðarmannvirki í Íran aðfaranótt laugardags. Að minnsta kosti sex íranskir hermenn létust í árásunum. Íranir segja sjálfir að lítið tjón hafi orðið en ekki taka allir mark á þeim orðum.

Ísraelsmenn notuðu orustuþotur við árásirnar og var þetta í fyrsta sinn í sögunni sem ísraelskar orustuþotur flugu inn í íranska lofthelgi. Þær gerðu meðal annars árásir á höfuðborgina Teheran.

Margir sérfræðingar segja að með árásinni hafi Ísraelsmenn niðurlægt Írani sem hafa lengi reynt að halda átökum fjarri eigin landi en hafa þess í stað nýtt sér leppsveitir hryðjuverkasamtaka á borð við Hamas og Hizbollah til að ráðast á Ísrael.

Ísraelski herinn segir að skotið hafi verið á sérvalin skotmörk og hafi þetta verið svar við margra mánaða viðvarandi árásum frá Íran. Meðal skotmarkanna voru loftvarnarvopn og verksmiðjur þar sem flugskeyti eru smíðuð.

Rasmus Elling, sérfræðingur í írönskum málefnum og lektor við Kaupmannahafnarháskóla, sagði í samtali við TV2 að bæði Hamas og Hizbollah eigi nú í vök að verjast í átökunum við Ísrael og geti því ekki sinnt hlutverki sínu sem framlenging á vörnum Íran. Því hafi stríðið nú borist inn í Íran og sýni þar með veikleika Írana.

Allar ísraelsku orustuþoturnar snéru heim aftur heilar á húfi en auk orustuþota voru eftirlitsflugvélar og flugvélar, sem sinna eldsneytisáfyllingu, með í för. Samkvæmt The Jerusalem Post tóku rúmlega 100 flugvélar þátt í árásinni, þar á meðal hinar fullkomnu F-35 orustuþotur.

Ekki liggur fyrir hvaða leið flugvélunum var flogið til og frá árásunum en ríkin tvö eiga ekki landamæri saman. Sérfræðingar telja líklegt að þeim hafi verið flogið yfir Írak og Sýrland en ísraelskar herflugvélar fljúga stundum inn í lofthelgi þessara ríkja og hafa nánast algjört frelsi til að athafna sig enda hafa Ísraelsmenn ítrekað ráðist á skotmörk í Sýrlandi og Írak.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jón Kaldal: „Þessi furðulega meðvirkni með fúskurum verður að hætta”

Jón Kaldal: „Þessi furðulega meðvirkni með fúskurum verður að hætta”
Fréttir
Í gær

Segjast hafa gómað skotmann Charlie Kirk – Faðir skotmannsins hafi sannfært hann um að gefa sig fram

Segjast hafa gómað skotmann Charlie Kirk – Faðir skotmannsins hafi sannfært hann um að gefa sig fram
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýður kærir synjun á niðurrifi Hvítabandsins

Lýður kærir synjun á niðurrifi Hvítabandsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Morðið á Charlie Kirk: Skotvopnið fundið og leitað að ungum byssumanni

Morðið á Charlie Kirk: Skotvopnið fundið og leitað að ungum byssumanni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir litlir hreppar ræða sameiningu

Tveir litlir hreppar ræða sameiningu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”