Það kemur mörgum á óvart að heyra af því að bæði Nicolas Jackson og Mohamed Salah koma ekki til greina sem afríski leikmaður ársins 2024.
Salah var frábær fyrir Liverpool á síðustu leiktíð en hann skoraði 25 mörk og lagði upp önnur 14 í 44 leikjum.
Leikmenn eins og Achraf Hakimi, Serhou Guirassy, Ademola Lookman og Simon Adingra komast allir á tíu manna listann.
Jackson hefur spilað ansi vel með Chelsea á þessu tímabili og skoraði þá 17 mörk í öllum keppnum á síðustu leiktíð.
,,Hvað gerðist!?“ skrifaði Jackson á Instagram eftir að hafa heyrt af því að hann væri ekki tilnefndur.
Að Salah sé ekki á listanum kemur fleirum á óvart en hann var valinn knattspyrnumaður ársins í Afríku af BBC bæði 2017 og 2018.