Leicester 1 – 3 Nott. Forest
0-1 Ryan Yates(’16)
1-1 Jamie Vardy(’23)
1-2 Chris Wood(’47)
1-3 Chris Wood(’60)
Leicester City tapaði heimaleik í kvöld í ensku úrvalsdeildinni er liðið mætti Nottingham Forest á föstudagskvöldi.
Forest hefur komið mörgum á óvart á tímabilinu og eftir 3-1 sigur þá er liðið í Evrópusæti eða fimmta sæti með 16 stig.
Forest er fyrir ofan lið eins og Chelsea, Tottenham og Manchester United og er útlitið ansi bjart þar á bæ.
Chris Wood skoraði tvennu í viðureigninni sem skilur Leicester eftir í 14. sætinu með níu stig.