Fyrrum knattspyrnumaðurinn Abdelaziz Barrada er látinn en hann var aðeins 35 ára gamall.
Barrada lagði skóna á hilluna fyrir um þremur árum en hann á að baki leiki fyrir þekkt lið í Evrópu.
Nefna má lið eins og Getafe og Marseille en Barrada spilaði einnig 26 landsleiki fyrir Marokkó frá 2012 til 2015.
Samkvæmt fregnum fékk Barrada hjartaáfalla sem varð honum að bana en hann fæddist þann 19. júní árið 1989.
Barrada var vinsæll í heimalandinu og á meðal stuðningsmanna Getafe þar sem hann lék við góðan orðstír í þrjú ár.
Barrada spilaði síðast með liði Lusitanos Saint-Maur í Frakklandi en það lið leikur í fimmtu efstu deild þar í landi.