fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Fréttir

Norður-Kórea sendir 1.500 sérsveitarmenn til Úkraínu

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 23. október 2024 04:48

Hér sjást að sögn norðurkóreskir hermenn að taka við rússneskum búnaði. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Suðurkóreska leyniþjónustan segir að Norður-Kórea sé að senda 1.500 sérsveitarmenn til Úkraínu til viðbótar við þá rúmlega 10.000 hermenn sem fyrirhugað sé eða búið sé að senda þangað.

Sky News segir að samkvæmt því sem suðurkóreska leyniþjónustan segi þá verði sérsveitarmennirnir í rússneskum einkennisbúningum, með rússnesk vopn og fölsuðu skilríki. Eiga þeir að gangast undir þjálfun áður en þeir verði líklega sendir á vígvöllinn í Úkraínu.

Stutt er í að norðurkóreskir hermenn verði sendir til Úkraínu að sögn suðurkóresku leyniþjónustunnar sem segir að heildarfjöldinn geti orðið allt að 12.000.

Leyniþjónustan segir að norðurkóreskir herforingjar séu nú þegar á herteknu svæðunum í Úkraínu. Notaði hún, í samstarfi við úkraínsku leyniþjónustuna, gervigreindartækni til að bera kennsl á norðurkóreska hermenn í Donetsk. Þar aðstoða þeir rússneska hermenn við að skjóta norðurkóreskum flugskeytum á Úkraínu.

Áður var vitað að Norður-Kórea hefur látið Rússum mikið magn af skotfærum og flugskeytum í té. Það að norðurkóreskir hermenn verði sendir til að berjast með rússneska hernum er mikil stigmögnun stuðnings einræðisríkisins við Rússland.

Þetta vekur að vonum miklar áhyggjur hjá Úkraínumönnum og einnig Suðurkóreumönnum sem hafa áhyggjur af aukinni spennu í samskiptum Kóreuríkjanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra
Fréttir
Í gær

Fyrrum FBI-fulltrúi: Morðingi Charlie Kirk alls „enginn viðvaningur“

Fyrrum FBI-fulltrúi: Morðingi Charlie Kirk alls „enginn viðvaningur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýður kærir synjun á niðurrifi Hvítabandsins

Lýður kærir synjun á niðurrifi Hvítabandsins