fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

Sósíalistaflokkurinn krefst þess að Íslands slíti stjórnmála- og viðskiptasambandi við Ísrael

Ritstjórn DV
Laugardaginn 19. október 2024 15:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allar stjórnir Sósíalistaflokks Íslands samþykkti í dag ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld að slíta stjórnmála- og viðskiptasambandi við Ísrael. Auk þess fordæmir flokkurinn sinnuleysi stjórnvalda.

Ályktunin:

„Sósíalistaflokkur Íslands fordæmir aðgerðar- og sinnuleysi íslenskra stjórnvalda á meðan Ísraelsríki fremur skipulagt þjóðarmorð í Palestínu og fremur fjöldamorð í Líbanon með fulltingi Bandaríkjanna. Almennir borgarar og börn eru svelt, skotin, sprengd og brennd lifandi á meðan vestræn stjórnvöld horfa á og aðhafast ekkert til að stöðva stríðsglæpina eins og okkur þeim ber skylda til samkvæmt stofnsáttmála Sameinuðu Þjóðanna. Með afstöðu sinni eru þau samsek.

Við krefjumst þess að Ísland slíti stjórnmála- og viðskiptasambandi við Ísrael. Einnig krefjumst við þess að engin hergögn verði flutt til Ísraels um íslenska lögsögu. Íslensk stjórnvöld eiga sömuleiðis umsvifalaust að styðja málsókn Suður Afríku gegn Ísrael fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin