fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

„Einhver er ekki að vinna vinnuna sína“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 19. október 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjartmar Leósson, einnig þekktur sem hjólahvíslarinn, birtir opið bréf til fjármála-, heilbrigðis- og dómsmálaráðherra. Þar segist hann í fimm ár hafa reynt að fylla upp í skarð sem myndast hefur vegna fjársveltis og vanrækslu stjórnsýslunnar í tilteknum málum. Höfuðborgin hafi stækkað mikið undanfarin ár og þar með hefur glæpum fjölgað. Engu að síður hefur lögreglan ekki fengið að vaxa í samræmi við borg og því neyðist lögregla til að forgangsraða málum og má illa við því að rannsaka hjólastuld.

„Það sem við glímum við hér er bein afleiðing þess að hér er fjársvelt og fáliðuð lögregla annars vegar og hins vegar meðferðarúrræði sem hafa hingað til verið langt frá því að ná að dekka almennilega það ástand sem hér hefur skapast þegar kemur að fólki með fíknivanda og glæpina sem mörg þeirra leiðast út í.“

Sem betur fer séu nú teikn á lofti um að meðferðarmálin séu að rata í réttan farveg. En öðru gildi með lögreglu. Lögreglan sé fáliðuð og fjársvelt og ekki við hana að sakast heldur ráðamenn.

„Ykkur ber skylda til að vera með puttann á púlsinum og vita hvað er að gerast í samfélaginu. Og þurfið að tryggja það að lögreglan og meðferðarúrræðin séu að höndla það sem er að gerast í þessum málum á Íslandi í dag.“

Bjartmar ásamt góðum liðstyrk hafi gert sitt í gengum árin til að endurheimta stolin hjól, en það umhugsunarvert að það komi í hlut almennra borgara að sinna þessu starfi.

„En á sama tíma hugsa ég oft um það að einhver er ekki að vinna vinnuna sína, fyrst við þurfum að sinna þessu.

Ég er bæði stoltur en líka svolítið hugsi yfir því að lögreglan bendi fólki á að tala bara við mig þegar þau tilkynna hjólastuld. Ekki vegna þess að þeir nenna þessu ekki, heldur vegna þess að þar á bæ þarf að forgangsraða.

Það er rosalega mikið af miklu alvarlegri málum sem lögreglan þarf að sinna. Undirmönnuð og undirfjármögnuð. Og svo mikið sem lögreglan nær ekki að tækla út af þessari stöðu.

Svo velti ég líka fyrir mér álaginu á lögregluþjóna í þessu undirmannaða og undirfjármagnaða starfi sem þeir sinna. Full mikill þungi á þeirra herðum vægast sagt. “

Það sé allt hreinlega rauðglóandi í þessum málum og sé það ráðamanna að bregðast við. Þangað til þurfi almennir borgarar eins og Bjartmar að halda götóttum báti stjórnvalda á floti. En þessi bátur flýtur ekki endalaust og þarf nauðsynlega að komast í viðgerð.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast