fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Nafn áhrifavaldsins sem hrapaði af brúnni á Spáni – „Við reyndum að fá hann til að hætta þessu“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 16. október 2024 14:30

Félagar Stevenson í áhættumyndatöku hafa birt myndir og kveðjur eftir að hann hrapaði til dauða.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nafn áhrifavaldsins sem hrapaði til dauða á Castilla La Mancha brúnni á Spáni var Lewis Stevenson. Hann hafði margsinnis tekið upp efni fyrir samfélagsmiðla þar sem mátti sjá hann klífa ýmis mannvirki án öryggisbúnaðar.

DV greindi frá því á mánudag að 26 ára breskur áhrifavaldur hefði hrapað til bana af brúnni, sem er nærri 200 metra há og sú hæsta á Spáni, á sunnudagsmorgun. Brúin stendur við bæinn Talavera de la Reina, suðvestan við höfuðborgina Madríd.

Sjá einnig:

Áhrifavaldur klifraði brú til að taka upp myndband en hrapaði til dauða – Vinur hans horfði á stjarfur

Nú hafa breskir miðlar greint frá því að hinn látni áhrifavaldur hafi verið Stevenson. Félagi hans var með honum á brúnni þegar hann féll en var stjarfur þegar viðbragðsaðila bar að. Yfirvöld í sveitarfélaginu hafa ítrekað að stranglega bannað sé að klifra brúnna.

Græddi engan pening á þessu

„Við reyndum að fá hann til að hætta þessu. Við vorum alltaf að reyna að fá hann til að hætta svona hlutum en þannig var hann bara,“ sagði Clifford Stevenson, afi Lewis, í viðtali við Mail Online. „Hann elskaði að gera þetta og hélt alltaf að það yrði í lagi með hann. Hann gerði þetta fyrir eigin ánægju. Hann græddi engan pening á þessu, hann var ævintýramaður.“

Síðustu skilaboðin

Stevenson lést snemma á sunnudagsmorgun. Unnusta hans, Savannah Parker, sagði að Lewis hafi farið til Spánar á föstudag og hafi ætlað að koma til baka á mánudag.

Stevenson notaði ekki öryggisbúnað.

„Við töluðum saman klukkan hálf ellefu og það síðasta sem hann sagði við mig var: Góða nótt, ég elska þig,“ sagði Parker. „Hann sendi mér skilaboð klukkan hálf fimm til að segja góðan dag og þrjá kossa. Ég sá ekki skilaboðin fyrr en korter í átta. Ég held að hann hafi verið að reyna að ná sólarupprásarmynd. Ég held að hann hafi sett út hendina til að ná mynd og fallið, ekki að það hafi liðið yfir hann.“

Ekki öruggt

Sagði Parker að hún hefði í eitt sinn farið með honum þegar hann var að klifra, á Möltu í september. Hann hafi farið með hana að yfirgefinni byggingu og hún varð mjög hrædd enda ekki vön því að klifra upp á byggingar.

„Ég sagði við hann: Ég veit ekki hvernig þú ferð að því að gera þetta. Ég var hrædd við að gera eina ranga hreyfingu en við gátum þetta,“ sagði hún. „Ég vildi fara í burtu því að húsið var yfirgefið af ástæðu. Þetta var ekki öruggt.“

Fjölskylda Stevenson reyndi að fá hann til að hætta.

Þá hafa fjölmargir áhrifavaldar sem taka af sér áhættumyndir sent fjölskyldunni kveðjur og minnst Stevenson.

„Þú hefur verið mikilvæg persóna í lífi mínu í þó nokkurn tíma og óttalaust hugarfar þitt mun lifa með mér að eilífu,“ sagði einn þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hulk bætti met Neymar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harma að mötuneyti fyrir eldra fólk í Hafnarfirði hafi verið lokað mánuðum saman – „Þetta eru ekki vönduð vinnubrögð“

Harma að mötuneyti fyrir eldra fólk í Hafnarfirði hafi verið lokað mánuðum saman – „Þetta eru ekki vönduð vinnubrögð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla