fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Segir að einn frægasti völlur heims standist ekki kröfur – Úrslitaleikurinn ekki í boði

Victor Pálsson
Sunnudaginn 13. október 2024 13:00

Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úrslitaleikur HM 2030 verður aldrei haldinn á goðsagnarkennda vellinum Santiago Bernabeu sem er í eigu Real Madrid.

Þetta segir stjórnmálamaðurinn David Escudé á Spáni en hann starfar í Barcelona – Spánn gerir sig líklegt til að halda HM eftir sex ár.

Samkvæmt Escudé þá stenst Bernabeu ekki kröfur FIFA fyrir úrslitaleik HM en völlur Barcelona, Nou Camp, stenst þær allar.

Escudé segir að Barcelona sé í engri samkeppni við Real um að hýsa þennan leik og hefur meiri áhyggjur af Marokkó.

Marokkó kemur einnig til greina sem gestgjafi HM 2030 en völlurinn Stade Hassan II stenst svo sannarlega allar kröfur og tekur 115 þúsund manns í sæti.

,,Eins og staðan er í dag þá stenst Bernabeu ekki kröfur FIFA og úrslitaleikurinn getur ekki farið fram þar,“ sagði Escudé.

,,Þessi nýi völlur í Marokkó er hins vegar valmöguleiki og einnig Spotify Camp Nou. Það eru vellirnir sem koma til greina.“

,,Það er engin samkeppni á milli okkar og Bernabeu sem er einfaldlega of lítill en Marokkó kemur til greina.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Í gær

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu
433Sport
Í gær

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift