fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
433Sport

Biðst afsökunar eftir að hafa verið kallaður á fund vegna orða hans – „Ég mun ekki árita neitt svona homma drasl“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 9. október 2024 13:30

Kevin Behrens Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kevin Behrens framherji Wolfsburg er í vandræðum eftir að hafa neitað að skrifa á treyju í regnbogalitum sem á að styðja við fjölbreytileika.

Þessi 33 ára framherji vildi ekki sjá það að skrifa á treyjuna og sagði. „Ég mun ekki árita neitt svona homma drasl,“ sagði Behrens.

Forráðamenn Wolfsburg voru brjálaðir yfir þessu og kölluðu framherjann strax til fundar þar sem hann sagðist ekkert hafa á móti samkynhneigðum.

Þýska félagið segir þessa framkomu ekki í samræmi við gildi félagsins.

„Ég lét þessi ummæli frá mér ósjálfrátt, ég vil biðjast afsökunar. Þetta var ekki í lagi,“
sagði Behrens.

„Við höfum tekið á þessu máli saman og ég mun ekki tjá mig meira um þetta.“

Framherjinn er í litlu hlutverki hjá Wolfsburg en hann á að baki einn A-landsleik fyrir Þýskaland.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Bellingham með pillu á Yamal á samfélagsmiðlum – Setja spurningamerki við viðhorf hans

Bellingham með pillu á Yamal á samfélagsmiðlum – Setja spurningamerki við viðhorf hans
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Danski draumaprinsinn á Hlíðarenda: Endurhæfingin á réttu róli eftir áfallið í ágúst – „Ég er mjög stoltur, svona verðlaun gleðja“

Danski draumaprinsinn á Hlíðarenda: Endurhæfingin á réttu róli eftir áfallið í ágúst – „Ég er mjög stoltur, svona verðlaun gleðja“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Heimir Guðjónsson nýr þjálfari Fylkis

Heimir Guðjónsson nýr þjálfari Fylkis
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Útskýrir af hverju Harvey Elliott kemst ekki lengur í hóp

Útskýrir af hverju Harvey Elliott kemst ekki lengur í hóp
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Rekinn eftir dapurt gengi

Rekinn eftir dapurt gengi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ekki gerst síðan Leicester varð meistari

Ekki gerst síðan Leicester varð meistari