fbpx
Mánudagur 27.október 2025
433Sport

Slot virðist hafa skotið á Klopp – ,,Ef það er erfitt þá er ég mjög heimskur þjálfari“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 6. október 2024 11:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arne Slot, stjóri Liverpool, virðist hafa skotið aðeins á fyrrum stjóra liðsins, Jurgen Klopp, fyrir leik gegn Crystal Palace í gær.

Slot og hans menn spiluðu í hádeginu á laugardegi og höfðu betur með einu marki gegn engu á útivelli.

Klopp yfirgaf Liverpool í sumar en hann kvartaði margoft yfir því að það væri ósanngjarnt að hans menn þyrftu að spila í hádegi um helgar eftir leiki í miðri viku.

,,Ég tel að þetta hafi lítið að gera með leiki í hádeginu, að mínu mati þá eru allir útileikir erfiðir,“ sagði Slot.

,,Við spilum oft klukkan 12:30 og fólk hefur verið í því að tala um þann leiktíma. Við ættum að tala um útileikina því það eru þeir sem eru áskorunin.“

,,Ef það er erfitt að standast væntingar 12:30 þá er ég mjög heimskur þjálfari því við æfum klukkan 12 á hverjum einasta degi.“

,,Ég sé ekki af hverju það ætti að vera erfitt að spila vel á þeim tíma.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Rooney segir þetta vanta hjá Liverpool um þessar mundir

Rooney segir þetta vanta hjá Liverpool um þessar mundir
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Greinir frá því að faðir hans hafi tekið eigið líf í síðustu viku – „Ég elska þig í þessu lífi og því næsta“

Greinir frá því að faðir hans hafi tekið eigið líf í síðustu viku – „Ég elska þig í þessu lífi og því næsta“
433Sport
Í gær

Guardiola kaupir sér nýtt hús í Barcelona – Rétt hjá fyrrverandi eiginkonu sinni

Guardiola kaupir sér nýtt hús í Barcelona – Rétt hjá fyrrverandi eiginkonu sinni
433Sport
Í gær

McTominay skoðar endurkomu til Englands – Of mikið áreiti pirrar hann á Ítalíu

McTominay skoðar endurkomu til Englands – Of mikið áreiti pirrar hann á Ítalíu
433Sport
Í gær

Mætti til vinnu níu dögum eftir að sonur hans lést í hræðilegu slysi

Mætti til vinnu níu dögum eftir að sonur hans lést í hræðilegu slysi
433Sport
Í gær

Segja að hræðsla muni kosta Íslendinga – „Fólk virðist vera sátt við að setja plástur á það“

Segja að hræðsla muni kosta Íslendinga – „Fólk virðist vera sátt við að setja plástur á það“