fbpx
Mánudagur 27.október 2025
433Sport

Segir að Chelsea sé með miklu betri leikmann en Arsenal – ,,Hægt að deila um það að hann sé besti leikmaður heims“

Victor Pálsson
Laugardaginn 5. október 2024 12:30

Jamie O'Hara

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie O’Hara, fyrrum leikmaður Tottenham, lét ansi umdeild ummæli falla í gær er hann ræddi um tvær stjörnur ensku úrvalsdeildarinnar.

O’Hara vill meina að Cole Palmer, leikmaður Chelsea, sé miklu betri í dag en ein helsta stjarna Arsenal, Bukayo Saka.

Palmer hefur byrjað tímabilið frábærlega og skoraði fernu í síðustu umferð gegn Brighton.

O’Hara er hrifinn af Saka sem leikmanni en telur að Palmer sé einfaldlega á öðru stigi í dag og að hann sé jafnvel besti leikmaður heims.

,,Bukayo Saka er ekki leikmaður í heimsklassa. Hann er frábær leikmaður í mjög góðu liði en svo horfi ég á leikmenn eins og Cole Palmewr og Lamine Yamal.. Þeir eru leikmenn í heimsklassa,“ sagði O’Hara.

,,Þeir eru miklu betri en Saka og svo einfalt er það. Yamal virðist ætla að verða stjarnan hjá Barcelona á næstu árum og þú veist að þeir munu vinna titla með hann í liðinu; ég myndi velja hann í byrjunarliðið frekar en Saka.“

,,Palmer lítur út fyrir að vera besti leikmaður úrvalsdeildarinnar og þá er hægt að deila um það að hann sé besti leikmaður heims.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Beittur Höddi Magg vill senda nokkra einstaklinga á námskeið í skynsemi – „Fóru á taugum, hverju sem er um að kenna“

Beittur Höddi Magg vill senda nokkra einstaklinga á námskeið í skynsemi – „Fóru á taugum, hverju sem er um að kenna“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Frost og snjókoma í Laugardalnum á morgun

Frost og snjókoma í Laugardalnum á morgun
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Guardiola kaupir sér nýtt hús í Barcelona – Rétt hjá fyrrverandi eiginkonu sinni

Guardiola kaupir sér nýtt hús í Barcelona – Rétt hjá fyrrverandi eiginkonu sinni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

McTominay skoðar endurkomu til Englands – Of mikið áreiti pirrar hann á Ítalíu

McTominay skoðar endurkomu til Englands – Of mikið áreiti pirrar hann á Ítalíu