fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Fjöldi úkraínskra hermanna gerist liðhlaupar

Ritstjórn DV
Mánudaginn 30. september 2024 06:30

Úkraínskir hermenn á vígvellinum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það færist sífellt í vöxt að úkraínskir hermenn gerist liðhlaupar, yfirgefi herinn og þar með stríðið við Rússland á ólögmætan hátt.

Frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar 2022 hafa rúmlega 60.000 úkraínskir hermenn gerst liðhlaupar. Um helmingur liðhlaupanna hefur átt sér stað nú á árinu að sögn Kyiv Post.

Margar ástæður eru fyrir því að hermennirnir ákveða að gerast liðhlaupar. Ein af þeim algengustu er að hermennirnir fá ekki oft frí frá átökunum í fremstu víglínu. Hermaður að nafni Oleksij sagði í samtali við Kyiv Post að hann hafi aðeins fengið frí þrisvar sinnum síðan stríðið braust út.

„Einu sinni á ári hitti ég fjölskyldu mína í rétt rúmlega viku. Næsta árið sef ég í skotgröfum og borða dósamat á meðan sprengjum rignir yfir okkur. Það er meira en þreyta sem hrjáir. Ég sting auðvitað ekki af en ég skil þá sem gera það,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“
Fréttir
Í gær

Róttæk breyting hjá Netflix – Svona mun nýja notendaviðmótið líta út

Róttæk breyting hjá Netflix – Svona mun nýja notendaviðmótið líta út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórir menn ákærðir fyrir að frelsissvipta og misþyrma unglingi – Var pyntaður með rafmagnsvopni

Fjórir menn ákærðir fyrir að frelsissvipta og misþyrma unglingi – Var pyntaður með rafmagnsvopni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margrét lengur í gæsluvarðhaldi

Margrét lengur í gæsluvarðhaldi