fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Kraftaverk Halldórs í Kópavogi – Hefur bætt liðið á öllum sviðum eftir að hann tók við af læriföður sínum

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 25. september 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldór Árnason er á sínu fyrsta ári sem aðalþjálfari í efstu deild en hann tók við liði Breiðabliks síðasta haust, segja má að Halldór hafi unnið ótrúlegt starf á skömmum tíma í Kópavogi.

Breiðablik situr á toppi Bestu deildarinnar eins og staðan er núna en Víkingar geta jafnað liðið af stigum í kvöld gegn FH, Víkingur er með betri markatölu og fer því á toppinn með sigri.

Halldór tók við liði Breiðabliks af Óskari Hrafni Þorvaldssyni sem var hans lærifaðir í þjálfun, Halldóri hefur tekist að bæta lið Breiðabliks á öllum sviðum þegar kemur að Bestu deildinni.

Þannig hefur Breiðablik sótt 52 stig í 23 leikjum á þessu tímabili, það er 14 stigum meira en á sama tíma í fyrra þegar Óskar stýrði liðinu og Halldór var hans aðstoðarmaður.

Breiðablik hefur skorað ellefu mörkum meira en á sama tíma í fyrra og fengið á sig tíu mörkum minna en eftir 23. umferðir á síðustu leiktíð.

Frá síðustu leiktíð hefur Breiðablik einnig misst algjöra lykilmenn en Gísli Eyjólfsson og Anton Logi Lúðvíksson sem voru jafn bestu leikmenn Blika fóru í atvinnumennsku og svo á miðju sumri fór Jason Daði Svanþórsson í atvinnumennsku.

Ísak Snær Þorvaldsson snéri heim í upphafi tímabils og er að komast i sitt besta forma, þá hefur Davíð Ingvarsson komið inn af krafti seinni hlutann og Kristinn Jónsson styrkt varnarlínu liðsins talsvert mikið.

Breiðablik varð Íslandsmeistari undir stjórn Óskars árið 2022 en þá var liðið með 54 stig eftir 23. umferðir eða tveimur stigum meira en Halldór hefur sótt í sumar.

2024 undir stjórn Halldórs Árnasonar
23 leikir
52 stig
55 mörk skoruð
28 mörk á sig
27 mörk í plús

2023 undir stjórn Óskars Hrafns:
23 leikir
38 stig
44 mörk skoruð
38 mörk á sig
6 mörk í plús

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum
Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Segir að United hafi gert ein stærstu mistök í sögu fótboltans í fyrra

Segir að United hafi gert ein stærstu mistök í sögu fótboltans í fyrra
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Rodrygo fær grænt ljós frá Alonso

Rodrygo fær grænt ljós frá Alonso