Sergio Romero fyrrum markvörður Manchester United er að spila með Boca Juniors í heimalandinu Argentínu þessa stundina en þar sauð allt upp úr.
Romero og félagar mættu River Plate í stærsta slagnum í Argentínu og þar sauð allt upp úr.
River Plate vann sigur á heimavelli Boca og stuðningsmenn heimaliðsins voru gjörsamlega brjálaðir.
Romero var við það að fara í slagsmál við stuðningsmenn sem lásu yfir leikmönnum Boca.
Romero hefur átt farsælan feril sem leikmaður en hann var lengi vel í markinu hjá landsliðinu og lék víða um Evrópu.
Þetta atvik má sjá hér að neðan.
🇦🇷😳 SERGIO ROMERO CONTRA LOS HINCHAS. pic.twitter.com/P0bif5rjsm
— JS (@juegosimple__) September 21, 2024