fbpx
Laugardagur 25.október 2025
Fréttir

Hópslagsmál á Cafe Catalínu – Þrír erlendir menn komu veifandi bareflum en dyravörður gekk í skrokk á einum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 23. september 2024 11:30

Atvikið náðist á myndband.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópslagsmál áttu sér stað fyrir utan veitingastaðinn Café Catalína í Kópavogi á laugardagskvöld. Þrír erlendir menn komu og ollu usla en höfðu sig á brott áður en lögregla mætti á staðinn. Atvikið náðist á myndband.

Í myndbandinu sést mikill usli fyrir utan veitingastaðinn, sem stendur við austurenda Hamraborgar í miðbæ Kópavogs.

Dyravörður skerst í leikinn og sést hvernig einn af mönnunum kýlir til hans. Þá lætur dyravörðurinn til sín taka, kemur manninum í jörðina, lætur höggin dynja á honum, togar og skellir honum í jörðina. Hróp og köll heyrast, öll á erlendu tungumáli.

Létu sig hverfa

Málið kom inn á borð lögreglu. Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri á lögreglustöðinni í Kópavogi, segir að tilkynning hafi borist um klukkan 21:30 á laugardagskvöld.

„Það var tilkynnt um hóp af mönnum sem voru komnir þarna. Lögregla brást við en mennirnir voru farnir í burtu þegar lögreglu bar að,“ segir Gunnar.

video
play-sharp-fill

Enginn var slasaður á staðnum þegar lögreglu bar að. Lögregla ræddi við dyraverði um málið en þeir sögðust ekki vita hverjir þessir menn væru.

Í rannsókn

„Það komu þarna þrír menn og eru með læti og einhver barefli sem þeir voru að veifa,“ segir Gunnar. „Síðan kemur til handalögmála og þeir fóru í burtu.“

Málið er núna í rannsókn hjá lögreglunni. Að sögn Gunnars er ekki vitað hvort mennirnir hafi átt eitthvað sökótt við gesti staðarins eða dyraverðina. Engin skýring er komin fram að svo stöddu.

„Það voru engin eignaspjöll, engar kröfur og enginn slasaður,“ segir Gunnar að lokum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landsréttur dæmir litháískan stjórnmálamann til skilorðsbundinnar fangelsisvistar – Í slagtogi við þekktan síbrotamann

Landsréttur dæmir litháískan stjórnmálamann til skilorðsbundinnar fangelsisvistar – Í slagtogi við þekktan síbrotamann
Fréttir
Í gær

María Sigrún ósátt við ummæli Dags: „Ég sé mig tilneydda til að bera hönd fyrir höfuð mér“

María Sigrún ósátt við ummæli Dags: „Ég sé mig tilneydda til að bera hönd fyrir höfuð mér“
Fréttir
Í gær

HMS hefur greint hvers vegna nýjar íbúðir seljast illa – „Þær eru dýrar“

HMS hefur greint hvers vegna nýjar íbúðir seljast illa – „Þær eru dýrar“
Fréttir
Í gær

Eva Sóley: „Þegar einstaklingur fær stimpilinn „glæpamaður“ er erfitt að losna við hann“

Eva Sóley: „Þegar einstaklingur fær stimpilinn „glæpamaður“ er erfitt að losna við hann“
Hide picture