Jóhann Berg Guðmundsson var á skotskónum í gær þegar Al-Orobah féll úr leik í Konungsbikarnum í Sádí Arabíu í gær.
Al-Orobah heimsótti þá Al Qadsiah FC sem er eitt af sterkari liðum landsins.
Al Qadsiah FC komst í 4-0 en markvörður Orobah átti erfiðan dag á skrifstofunni.
Jóhann Berg lagaði stöðuna fyrir Orobah í uppbótartíma með marki af vítapunktinum.
Markið má sjá hér að neðan en þetta var annað mark Jóhanns frá því að hann gekk í raðir liðsins fyrir um mánuði síðan.