fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
433Sport

Fyrrum stjarna í miklum vandræðum: Verður dæmdur í október – Drukkinn undir stýri og ferðaðist með mikið magn af eiturlyfjum

Victor Pálsson
Sunnudaginn 22. september 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum knattspyrnustjarnan Anthony Stokes er heldur betur í veseni en hann mætti fyrir framan dómara á dögunum.

Stokes var fundinn sekur um nokkur brot en hann var drukkinn undir stýri og bar með sér mikið magn af fíkniefnum.

Stokes reyndi að fela kókaín frá lögreglunni með því að setja það í eigin sokk en hann var stöðvaður keyrandi á 160 kílómetra hraða.

Mikið magn af kókaíni fannst í bifreið Stokes eða sem kostaði þennan fyrrum leikmann tæplega 600 þúsund krónur.

Írinn var handtekinn á síðasta ári en réttarhöld áttu sér stað í vikunni þar sem Stokes viðurkenndi að hafa keyrt undir áhrifum áfengis og tók þá fulla ábyrgð á eiturlyfjunum sem fundust.

Stokes lagði skóna á hilluna árið 2020 þá 32 ára gamall en hann lék níu landsleiki fyrir Írland á sínum ferli.

Hann lék fyrir þónokkur ensk lið en nefna má Arsenal, Sunderland, Sheffield United, Crystal Palace og Blackburn.

Stokes er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Celtic þar sem hann lék í sex ár og skoraði 76 mörk í 191 leik fyrir skoska stórliðið.

Refsing Stokes verður ákveðin þann 1. október næstkomandi en líkur eru á að hann þurfi að sitja inni í einhvern tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Bruno ræðir rosalega tilboðið frá Sádí Arabíu opinskátt – Ræddi við konu sína sem spurði að þessu

Bruno ræðir rosalega tilboðið frá Sádí Arabíu opinskátt – Ræddi við konu sína sem spurði að þessu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fréttamenn RÚV furða sig á fjaðrafokinu í vikunni – „Sorglegt og lélegt, þetta á ekkert að gerast“

Fréttamenn RÚV furða sig á fjaðrafokinu í vikunni – „Sorglegt og lélegt, þetta á ekkert að gerast“
433Sport
Í gær

Gary Neville hjólar í eiganda Nottingham – Mikið hatur þeirra á milli

Gary Neville hjólar í eiganda Nottingham – Mikið hatur þeirra á milli
433Sport
Í gær

Vestri ekki skorað eða fengið stig með Sigurð á flautunni í sumar – KR sótt átta stig í sumar með hann sem dómara

Vestri ekki skorað eða fengið stig með Sigurð á flautunni í sumar – KR sótt átta stig í sumar með hann sem dómara
433Sport
Í gær

Ráðskona og öryggisvörður handtekin – Lögreglan setti upp gildru og náði þeim þannig

Ráðskona og öryggisvörður handtekin – Lögreglan setti upp gildru og náði þeim þannig
433Sport
Í gær

Gjaldþrot og fall blasir við sögufrægu félagi

Gjaldþrot og fall blasir við sögufrægu félagi