fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Hjörvar segir að Arnar sé að verða óvinsæll hérlendis: Endalaust sótt að þér á toppnum – ,,Fokking óþolandi“

433
Laugardaginn 21. september 2024 08:00

Hjörvar Hafliðason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsstjarnan og knattspyrnusérfræðingurinn Hjörvar Hafliðason vonar að Arnar Gunnlaugsson haldi sig hjá Víkingi Reykjavík og vinni eins marga titla og mögulegt er hjá félaginu næstu árin.

Þetta segir Hjörvar í þætti sínum Dr. Football sem er afskaplega vinsæll en hann ræddi við þá Hjálmar Örn Jóhannsson og Gunnar Birgisson.

Arnar hefur gert frábæra hluti með Víking undanfarin ár og er mögulega tímaspursmál hvenær hann tekur skrefið erlendis.

Umræðan í þættinum var ansi skemmtileg en Hjörvar telur að Arnar sé jafnvel orðinn óvinsæll á meðal landsmanna þar sem Víkingar virðast vera að taka yfir flesta keppnir hérlendis.

,,Arnar Gunnlaugsson, meira að segja hann er að verða óvinsæll. Þegar þú vinnur og ert á toppnum þá er ekkert rosalega gaman að vera til,“ sagði Hjörvar.

,,Það er endalaust sótt þér á toppnum, það er fokking óþolandi!“

Hjörvar hélt umræðunni áfram síðar meir og segir að Arnar ætti að halda sig hér heima eins lengi og mögulegt er.

,,Ef ég væri Arnar Gunnlaugsson myndi ég aldrei fara til útlanda að þjálfa. Ég myndi reyna að safna eins mörgum bikurum og ég gæti á Íslandi.“

,,Þessi fimm ár sem hann hefur verið hérna, hann hefur verið bikaraóður. Það hefur enginn stigið svona inn á sviðið. Reyndar Gaui [Guðjón Þórðarson] gerði þetta. Heimir Guðjónsson gerði þetta líka.“

Gunnar nefndi nokkur nöfn á móti eins og Frey Alexandersson og Heimi Hallgrímsson en þeir starfa báðir erlendis – Freyr er hjá Kortrijk í Belgíu og Heimir er landsliðsþjálfari Írlands.

Umræðuna má heyra hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Dias framlengir samning sinn á Ethiad

Dias framlengir samning sinn á Ethiad
433Sport
Í gær

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum
433Sport
Í gær

United stelur lækni af Crystal Palace

United stelur lækni af Crystal Palace
433Sport
Í gær

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar