fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Leikkonan fræga virðist gefa í skyn að draumur margra verði að veruleika – Naga neglurnar og bíða eftir næstu fregnum

Victor Pálsson
Laugardaginn 21. september 2024 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan skemmtilega Juno Temple hefur gefið í skyn að þáttaröðin Ted Lasso sé að snúa aftur á skjáinn eftir stutt hlé.

Þar er fjallað um bandarískan þjálfara sem reynir fyrir sér sem knattspyrnustjóri á Englandi í fyrsta sinn og tekur við liði sem ber heitið ‘AFC Richmond.’

Þættirnir voru gríðarlega vinsælir en eftir þrjú ár í loftinu var ákveðið að hætta tökum og einbeittu leikararnir sér að öðrum verkefnum.

Temple sem fer með stórt hlutverk í þáttunum hefur ýtt undir þær sögusagnir að fjórða serían sé líkleg en hún neitar að staðfesta það að svo stöddu.

Þættirnir fengu frábær viðbrögð frá bæði gagnrýnendum og áhorfendum en þeim lauk á síðasta ári.

,,Ég meina, ég vona það svo sannarlega en ég er ekki beint viss um neitt í dag,“ sagði Temple við Hollywood Reporter.

,,Ég hef þó heyrt að það gæti verið möguleiki svo það er afskaplega spennandi.“

Aðdáendur Ted Lasso hafa látið í sér heyra á samskiptamiðlum og eru margir að naga neglurnar og bíða eftir því að fá staðfestingu á þessum fregnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Dias framlengir samning sinn á Ethiad

Dias framlengir samning sinn á Ethiad
433Sport
Í gær

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum
433Sport
Í gær

United stelur lækni af Crystal Palace

United stelur lækni af Crystal Palace
433Sport
Í gær

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar