fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Sættir hann sig við bekkjarsetu hjá Liverpool? – ,,Undir honum komið“

Victor Pálsson
Föstudaginn 20. september 2024 21:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gus Poyet, fyrrum leikmaður Chelsea, telur að það séu ágætis líkur á að Darwin Nunez muni vilja yfirgefa Liverpool á næsta ári.

Nunez hefur spilað 62 mínútur í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu eftir að hafa spilað reglulega á síðustu leiktíð en það var þó undir Jurgen Klopp.

Arne Slot tók við Liverpool í sumar og virðist hafa lítinn áhuga á að nota úrúgvæska sóknarmanninn.

,,Þetta veltur allt á þér og þér einum. Sumir leikmenn geta sætt sig við þetta, þeir samþykkja sína stöðu í liðinu,“ sagði Poyet.

,,Það eru hins vegar aðrir sem vilja leita annað og fá að spila meira. Þetta er bara undir honum komið, hversu ánægður hann er og hversu ánægð hans fjölskylda er.“

,,Þetta er persónulegt mál og ekki auðvelt mál. Sumir geta aðlagast en sumir ekki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar
433Sport
Í gær

Tilbúnir að borga það sem United vill en Antony er ekki sannfærður

Tilbúnir að borga það sem United vill en Antony er ekki sannfærður