fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Enrique virðist skjóta á Mbappe – ,,Erum með stjörnu sem skín bjartar en allt annað“

Victor Pálsson
Föstudaginn 20. september 2024 19:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Luis Enrique, stjóri Paris Saint-Germain, virtist hafa skotið létt á fyrrum leikmann liðsins, Kylian Mbappe, í vikunni.

Enrique ræddi við fjölmiðla eftir leik við Girona í Meistaradeildinni en PSG er í dag án Mbappe sem hefur gert samning við Real Madrid.

Mbappe var aðalmaðurinn hjá PSG og þeirra helsta stjarna enda um einn besta fótboltamann heims að ræða.

Blaðamaður spurði Enrique hvort hann væri búinn að finna nýja stjörnu og segir hann að það sé staðan en að það sé ekki einn einstaklingur heldur allir.

Mbappe réð miklu í búningsklefanum og á bakvið tjöldin hjá PSG og gæti það verið ákveðinn léttir að hann sé kominn með nýtt heimili.

,,Já við erum með stjörnu, stjörnu sem skín bjartar en allt annað,“ sagði Enrique í samtali við TNT Sports.

,,Það er liðið okkar. Það er stjarnan, liðið. Það er magnað. Það er eitthvað sem ég reyni að segja mínum leikmönnum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar
433Sport
Í gær

Tilbúnir að borga það sem United vill en Antony er ekki sannfærður

Tilbúnir að borga það sem United vill en Antony er ekki sannfærður