fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Fréttir

Líkja Al-Fayed við skrímsli eins og Weinstein og Epstein – „Eitt versta dæmið um kynferðislega misnotkun sem ég hef séð og kannski heimurinn allur“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 20. september 2024 12:30

Mohamed Al Fayed

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm konur hafa sakað egypska auðjöfurinn Mohamed Al Fayed um að hafa nauðgað sér þegar þær störfuðu fyrir hann í Harrods-verslunarrisanum. Að auki hafa tuttugu aðrir kvenkyns starfsmenn sagt að Al Fayed hafi kynferðislega áreitt þær á vinnustaðnum.

Þetta kemur fram í heimildarmynd sem rannsóknarblaðamenn BBC hafa unnið að. Í myndinni er Al Fayed, sem lést í fyrra 94 ára aldri, líkt við þekkta kynferðisglæpamenn eins og Jeffrey Epstein, Jimmy Saville og Harvey Weinstein af lögmönnum kvennanna.

Al-Fayed var gríðarlega þekktur viðskiptamaður í Bretlandi en auk Harrods-verslunarinnar heimsfrægu átti hann um tíma knattspyrnufélagið Fulham. Elsti sonur hans, Dodi Al-Fayed, var ástmaður Díönu prinsessu af Wales og lést ásamt henni í bílslysinu í París þann 31. ágúst 1997.

Níddist sérstaklega á þeim sem voru veikastar fyrir

Andrúmsloftið í Harrods-lúxusbúðinni í Knightsbride-hverfinu í London er sagt hafa verið eitrað og Al-Fayed er sagður hafa herjað á kvenkyns starfsfólk verslunnar til að upplifa kynlífsóra sína. Hann hafi síðan ásamt yfirmönnum Harrods sópað málunum undir teppið. Ef konur kvörtuðu undan AlFayed var þeim umsvifalaust hótað og þær hræddar til hlýðni.

„Þetta er eitt versta dæmið um kynferðisleg misnotkun sem ég hef séð og mögulega heimurinn allur,“ sagði lögmaðurinn Bruce Drummond á blaðamannafundi þegar myndin var kynnt. Þar sagði hann að misnotkunin hefði haft gríðarleg áhrif á þær konur sem störfuðu hjá Harrods og lentu í klóm hins meinta skrímsli.

Ein kona sem steig nafnlaust fram sagði að það hefði verið eins og að stíga inn í ljónagryfju að ráða sig til starfa hjá Harrods. Al-Fayed hefði þegar runnið á lyktina og hann hafi sérstaklega níðst á þeim sem veikasta voru fyrir. Þær sem að máttu ekki missa úr launagreiðslu til þess að borga fyrir leigu og þær sem að höfðu ekki sterkt bakland.

Hann hafi skapað sér einskonar föðurímynd innan fyrirtækisins og viljað að starfsfólkið kallaði sig pabba. Það hafi hins vegar verið yfirvarp til þess að skapa traust og síðan hafi hann sætt færis bak við tjöldin til að brjóta á konunum.

Krafa kvennanna sem lentu í klóm Al-Fayed er sú að yfirmenn Harrods gangist við ábyrgð sinni í málinu, biðjist afsökunnar og bæti fyrir misgjörðir hins látna auðkýfings.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Edda minnist Lalla Johns – „Lalli var alltaf blíðan uppmáluð, brosandi gleðigjafi og góður við allt og alla“

Edda minnist Lalla Johns – „Lalli var alltaf blíðan uppmáluð, brosandi gleðigjafi og góður við allt og alla“
Fréttir
Í gær

Uggandi yfir uppsögnum: „Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga“

Uggandi yfir uppsögnum: „Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga“
Fréttir
Í gær

Útlit fyrir bongó um helgina

Útlit fyrir bongó um helgina
Fréttir
Í gær

Guðmundur í Brim sakaður um billegan orðhengilshátt í Bítinu í morgun – „Það á enginn fiskinn í sjónum“

Guðmundur í Brim sakaður um billegan orðhengilshátt í Bítinu í morgun – „Það á enginn fiskinn í sjónum“
Fréttir
Í gær

Kom fyrir myndavélum á klósetti Airbnb íbúðar sinnar – Vildi bera getnaðarlimi gestanna saman við sinn

Kom fyrir myndavélum á klósetti Airbnb íbúðar sinnar – Vildi bera getnaðarlimi gestanna saman við sinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna lætur „megins-straums femínista“ heyra það – Vinsælt áhugamál kvenna sem hafi náð jafnrétti

Sólveig Anna lætur „megins-straums femínista“ heyra það – Vinsælt áhugamál kvenna sem hafi náð jafnrétti