fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
433Sport

Ummæli Henry koma mörgum á óvart – Er deildin verri í dag?

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 19. september 2024 19:37

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ummæli goðsagnarinnar Thierry Henry hafa svo sannarlega vakið athygli en hann talar þar um bandarískan fótbolta.

Henry þekkir það að spila í Bandaríkjunum en hann var hjá New York Red Bulls áður en skórnir fóru á hilluna.

Að mati Frakkans þá er MLS deildin, efsta deild Bandaríkjanna, verri í dag en hún var fyrir mörgum árum síðan.

Það er oft talað um að bandarísk knattspyrna sé á uppleið og gæti tekið yfir einn daginn en Henry sér það alls ekki gerast.

,,Ég spilaði í MLS deildinni, að mínu mati þá voru leikmennirnir á þeim tíma betri en þeir sem spila þar í dag,“ sagði Henry.

Eldri leikmenn eru enn að semja í deildinni en nefna má Lionel Messi, einn besta leikmann sögunnar, sem er nálægt því að leggja skóna á hilluna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ólafur Ingi: „Slökkvið á sjónvarpinu og drífið ykkur“

Ólafur Ingi: „Slökkvið á sjónvarpinu og drífið ykkur“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Dómsdagur eftir helgi og starfsöryggi lítið á Íslandi þetta haustið – Margir óttast örlög sín á meðan aðrir telja sig örugga í starfi

Dómsdagur eftir helgi og starfsöryggi lítið á Íslandi þetta haustið – Margir óttast örlög sín á meðan aðrir telja sig örugga í starfi
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fékk ekki stöðuhækkun sem hún átti skilið – Var sagt að útlit hennar væri að skemma fyrir

Fékk ekki stöðuhækkun sem hún átti skilið – Var sagt að útlit hennar væri að skemma fyrir