Varnarleikur KR versnar ár frá ári eins og Kristinn Páll Teitsson fyrrum blaðamaður á Fréttablaðinu bendir á í færslu á X-inu.
KR fékk á sig 46 mörk í 22 leikjum í Bestu deild karla í sumar.
Hefur varnarleikur KR versnað ár frá á ári undanfarin þrjú ár og kannski stærsta ástæða fyrir slöku gengi Stórveldisins.
Árið 2021 fékk KR á sig 19 mörk í 22 leikjum sem er besti árangur liðsins í 22 leikja móti.
Síðan þá hefur staðan versnað og náði nýjum hæðum í ár þegar lið KR fékk á sig 46 mörk á þessu tímabili fyrir úrslitakeppni.
KR hefur spilað undir stjórn Gregg Ryder, Pálma Rafns Pálmasonar og Óskars Hrafns Þorvaldssonar á þessari leiktíð.
Varnarleikur KR eftir 22 leikja tímabil:
Fæst mörk: 19(2021)
Flest mörk: 34 (22), 36(23), 46(24)🧀— Kristinn Teitsson (@kristinnpall) September 16, 2024