Leroy Sane kantmaður FC Bayern er sagður nokkuð ósáttur í herbúðum félagsins en hann virðist vera komin í nýtt og minna hlutverk.
Sane virðist ekki verða jafn mikill lykilmaður undir stjórn Vincent Kompany og við það er hann ekki sáttur.
Sane er í enskum blöðum í dag sagður á óskalista Arsenal sem vill fá þýska landsliðsmanninn.
Sane er 28 ára gamall en Newcastle skoðar einnig stöðu hans og gæti látið til skara skríða í janúar.
Bayern keypti Michael Olisie frá Crystal Palace í sumar og ætlar Kompany að treysta mikið á hann.